Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar lék einnig tvo leiki í dag á Íslandsmótinu sem haldið var í Reykjavík um helgina í 2. deild kvenna. BF mætti fyrst BH (Blakfélag Hafnarfjarðar) í morgun í hörku leik

Fyrsta hrina var sveiflukennd en BH náði forskoti í byrjun en BF komst betur inn í leikinn og náðu forskoti þegar leið á hrinuna og komust í 13-18. Mikil spenna einkenndi síðustu mínútur hrinunnar en BF vann á endanum 19-25. Hafnfirðingarnir voru mun sterkari í hrinu tvö og komust í 17-8 og 22-11. BH vann svo hrinuna örugglega 25-14 og var staðan 1-1 og því oddahrina sem tók við.

Oddahrinan var spennandi framan af en í stöðunni 8-10 tók BH yfir leikinn og skoruðu síðustu 7 stigin og unnu hrinuna 15-10 og leikinn 2-1.

Fylkir-BF

Síðari leikur BF í dag var hádegisleikur gegn Fylki b. Fylkiskonur voru talsvert sterkari í dag og náðu upp miklu forskoti í fyrstu hrinu og komust í 11-17 og unnu hrinuna sannfærandi 13-25.

Önnur hrina var aðeins jafnari en þar var jafnt í stöðunni 15-15 en þá skoraði BH 6 stig í röð og komust í 15-21. Það var ekki aftur snúið hjá þeim og unnu þær 17-25 og leikinn 0-2.

Kvennalið BF tapaði því báðum leikjum dagsins þrátt fyrir góða baráttu.