Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar mætti Ými í Fagralundi í Kópavogi í dag. Ýmir vann Álftanes í síðasta leik en BF vann KA-B 3-0 en tapaði fyrir Álftanesi í fyrsta mótsleik á Íslandsmótinu.
Leikurinn átti eftir að vera jafn og skemmtilegur. BF stelpurnar voru komnar til Reykjavíkur með 10 liðsmenn og höfðu því fjóra varamenn til skiptanna.
Fyrsta hrinan fór jafnt af stað en Ýmir komst í 2-0 og BF skoraði þá fjögur stig í röð og breyttu stöðunni í 2-4. Ýmir skoraði þá fjögur stig í röð og komust í 6-4. Jafnt var á næstu tölum og í stöðunni 9-9 tók þjálfari BF leikhlé. Hvorugu liðinu tókst að ná afgerandi forystu og skiptust á að leiða með 1-2 stigum. Í stöðunni 18-18 kom góður kafli hjá Ými og lögðu þær grunninn af sigrinum í hrinunni með sjö stigum á móti einu frá BF og unnu 25-19.
Í annarri hrinu byrjaði BF ágætlega og komst í 3-5 en þá koma svakalegur kafli hjá Ými sem skoraði 10 stig á móti einu frá BF og komust þær í 13-6 og tók BF leikhlé í þessum kafla. Ýmis liðið var að spila vel í hrinunni og héldu góðu forskoti á BF. Í stöðunni 18-10 kom aftur góður kafli hjá BF sem minnkuðu muninn í 19-16. Ýmir var sterkari á lokamínútum hrinunnar og unnu 25-18.
Í þriðju hrinu var að duga eða drepast fyrir BF og komu þær mjög ákveðnar til leiks og leiddu í upphafi hrinunnar og komust í 3-8 og 6-11. Í stöðunni 7-12 tók Ýmir leikhlé en það skilaði engu og BF konur héldu áfram að skora og auka forystuna og komust í 7-17. Allt gekk vel í þessari hrinu og lítið um mistök hjá BF, og komust þær í 12-21 og unnu hrinuna 18-25 og var nú staðan 2-1.
BF byrjaði ágætlega í fjórðu hrinu og leiddu 2-6 eftir að hafa skorað sex stig í röð. Ýmir skoraði þá þrjú sig og minnkaði muninn í 5-6 og svo var jafnt á tölunum í 7-7 og 9-9. Ýmir átti í framhaldinu góðan kafla og voru með forystu og komust í 16-12 og 19-16. BF stelpurnar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu 20-20 og tók nú Ýmir leikhlé enda mikil spenna komin í leikinn. Aftur var jafnt 21-21 og tók nú þjálfari BF leikhlé. BF komst í 22-23 og voru hársbreidd frá því að klára hrinuna, en það var Ýmir sem vann hrinuna 25-23 og leikinn 3-1.