Kvennalið BF lék við Þrótt Reykjavík

Kvennalið BF og Þróttur Reykjavík-B léku í dag í íþróttahúsi Kennaraháskólans sem er heimavöllur Þróttar. Þróttur hefur mjög reyndan þjálfara, Róbert Hlöðversson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar.

Fyrsta hrinan var jöfn framan af en þegar líða tók á voru heimakonur sterkari og náðu upp góðu forskoti. Þróttur komst í 7-4 og tók þá BF leikhlé, og komu sterkar til leiks og komust yfir í stöðunni 8-9. Þróttir herti aftur tökin og komust í 13-9 og aftur tóku BF stelpur leikhlé. Þróttur var áfram með yfirburði og komust í 18-13 og 22-13. Þróttur kláraði svo hrinuna 25-16.

BF stúlkur komu sterkar til leiks í annari hrinu og leiddu 2-9 þegar Þróttarar taka leikhlé. Þróttur náði ágætis kafla og minnka muninn í 7-12 en þá tekur BF leikhlé. BF náði góðu forskoti og komust í 9-17 og 13-21. BF hafði yfirburði í lokin og kláruðu hrinuna 15-25 og staðan orðin 1-1.

Í þriðju hrinu var jafnræði í upphafi og í lokin, en Þróttur hafði yfirburði á köflum. Jafnt var á tölunum 4-4 og 8-8. Þróttur náði svo að komast yfir í stöðunni 12-9 og 16-10 og tók BF leikhlé. BF náði að minnka muninn í 18-16 og 22-21. Þróttara stelpur voru sterkari á lokakaflanum og unnu hrinuna 25-23 og staðan orðin 2-1.

Í fjórðu hrinu var jafnt á upphafsmínútum en svo tók BF forskot og var sterkara liðið í hrinunni. Jafnt var í stöðunni 6-6 en BF komst í 6-9 og 7-13. Þróttarastelpur tóku leikhlé í stöðunni 10-17 og minnkuðu muninn í 14-19. BF stelpur voru sterkar á lokakaflanum og komust í 14-23 og unnu 16-25 og staðan orðin 2-2.

Þróttur hafði nokkra yfirburði í oddahrinunni og komust í 4-1 og tók þá BF leikhlé. Áfram skoraði Þróttur og komust þær í 7-3 og tók þá BF aftur leikhlé. Þróttur komst í 10-6 og 12-8 og unnu að lokum sigur 15-11 og leikinn 3-2.