Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar sem spilar í 2. deild var á Húsavík um helgina en þar fór fram þriðja mótahelgin á Íslandsmótinu. Leikir liðsins um helgina var í B-úrslitum á mótinu.

Einn opnunarleikur var á föstudagskvöldinu en BF lék á laugardag og sunnudag sína leiki. Fyrstir leikur BF var gegn HK-G og tapaðist leikurinn 0-2 og fóru hrinurnar 8-25 og 21-25.

Næsti leikur BF var gegn Dímon-Heklu og tapaðist hann 2-1. BF vann fyrstu hrinuna 15-25 og Dímon jafnaði 25-13 og var oddahrinan æsispennandi en Dímon-Hekla vann naumlega 15-13.

Síðasti leikur BF á laugardagskvöldinu var gegn Þrótti-Rvk-C og vann BF leikinn 0-2. Fyrri hrinan fór 17-25 og seinni var jafnari og fór 21-25.

Fyrsti leikur BF á sunnudagsmorgun var gegn Blakfélagi Hafnarfjarðar(BH). BH vann leikinn 0-2 og fóru hrinurnar 22-25 og 12-25.

Lokaleikur BF var gegn heimakonum í Völsungi-C.  Völsungur vann 0-2 og fóru hrinur 14-25 og 12-25.