Sundlaugin í Ólafsfirði

Vegna framkvæmda verða kvennaklefar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði lokaðir föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október frá kl. 08:00-17:00. Klefarnir verða þó opnir laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. október.

Ástæða lokunar er vegna framkvæmda í klefanum sem eftir voru s.s. skipta um hurðir.

Konum gefst þó tækifæri á að nota líkamsræktina, komi þær klæddar og þurfi ekki að nota klefa eða sturtur eftir rækt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð.