Kvennahljómsveit treður upp hjá Segli 67

Það er mikið um tónleikaviðburði um helgina í Fjallabyggð, en á eftir mun hljómsveitin Gertrude and the flowers troða upp hjá brugghúsinu Segli 67 á Siglufirði. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Hljómsveitina skipa meðal annars Ólafía Hrönn Jónsdóttir söng- og leikkona, en sveitin hefur starfað í rúma 18 mánuði. Í hljómsveitinni eru 8 konur og er frítt inná þessa tónleika.

Mynd frá Segull 67 Brewery Brugghús.