Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á sunnudaginn, 18. júní í Fjallabyggð. Á Siglufirði verður farið af stað kl. 11.00 frá Rauðkutorgi og þar verður endamarkið einnig. Ávaxta- og grænmetishlaðborð mun bíða þátttakenda að loknu hlaupi auk ýmiss annars glaðnings.
Í Ólafsfirði fer hlaupið kl. 11:00 við íþróttamiðstöðina og endar einnig þar. Súpa bíður þátttekenda þegar komið verður í mark og svo er frítt í sund.
Bolirnir (þátttökugjaldið) kosta 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.