Kvennahlaup ÍSÍ í Fjallabyggð

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardaginn 13. júní í Fjallabyggð. Í Ólafsfirði er hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Á Siglufirði verður hlaupið frá Kaffi Rauðku kl. 11.00. Þátttökugjald (bolur og verðlaun) er kr. 1.500, fyrir 12 ára og yngri er það 1.000 kr. Hlaupaleiðir 2,5 km og 5 km. Hvetjum allar konur til að mæta og taka þátt. Hressing bíður ykkar í markinu.

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ.

11393096_10152929206730794_3077182732868887481_n