Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 8. júní næstkomandi og verður í umsjón Ungmennafélags Glóa tíunda árið í röð á Siglufirði. Hlaupið hefst á Rauðkutorgi kl. 11.00 og hefst bolasalan kl. 10:30. Undanfarin ár hafa um 80 konur tekið þátt.