Kvenfélagið Æskan fær lóðarreit í Ólafsfirði fyrir minningarstein

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að úthluta lóðarreit á horni Aðalgötu og Strandgötu til Kvenfélagsins Æskunnar í Ólafsfirði. Lóðin stendur gegn Pálshúsi og Kaffi Klöru í Ólafsfirði.  Fyrirhugað er að setja upp minningarstein með áritaðri koparplötu í tilefni 100 ára afmælis kvenfélagsins á síðasta ári. Einnig er hugmynd að fegra umhverfið um minningarsteininn enn frekar með fallegum blómakerum og jafnvel bekk.