Kveikt verður á jólatrénu á Ólafsfirði á nýjum tíma

Breytingar hafa orðið á tíma á Aðventuhátíðinni í Fjallabyggð. Breyting hefur orðið í Ólafsfirði og verður nú kveikt á jólatrénu þar 4. desember kl. 16. Þá verður Jólamarkaðurinn í og við Tjarnarborg á Ólafsfirði sunnudaginn 4. desember kl. 14-18.

Það verða því Siglfirðingar sem kveikja á sínu jólatré á undan Ólafsfirðingum eða laugardaginn 3. desember kl. 16.

Jólamarkaður Rauðku verður haldinn í Bláa húsinu á Siglufirði laugardaginn 3. desember.

Myndir fengnar að láni á netinu.