Kveikt á jólatrénu á Siglufirði

Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorginu á Siglufirði fimmtudaginn 1. desember kl. 18:00. Jólastemning verður á Siglufirði, en margar verslanir verða með lengri búðaropnun frá 20:00-22:00.  Jólamarkaður verður í Bláa húsinu á Rauðkutorgi á sama tíma.

Dagskrá:

  • Ávarp
  • Leikskólabörn og barnakór Tónskólans syngja
  • Börn úr sunnudagaskólanum hengja skraut á jólatréð
  • Jólasveinar koma í heimsókn með góðgæti fyrir börnin

Jólatré á Siglufirði