Kveikt á jólatrénu á Sauðárkróki

Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki í dag, laugardaginn 26. nóvember kl. 15:30.  Barnakór Sauðárkrókskirkju tekur lagið á Kirkjutorginu einnig Anna Karen og Þórgunnur og Fúsi Ben og Vordísin. Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar flytur hátíðarávarp og jólasveinarnir mæta á svæðið. Dansað verður í kringum jólatréð og syngur barnakór Sauðárkrókskirkju jólalög.

tendrud-jolaljos