Á heimasíðu Ljóðasetursins kemur fram að í vikunni sem leið hafi félagar úr kvæðamannafélaginu Rímu komið saman í Ljóðasetrinu og kveðið saman íslensk þjóðlög. Áhersla hafi verið lögð á siglfirsk kvæðalög og lög úr Fljótunum.

Forstöðumaður setursins flutti tvö ný kvæðalög sem hann setti saman í sumar, tók hópurinn fljótlega undir og kvað með. Fram kemur að stefnt sé að fleiri æfingum í Ljóðasetrinu í vetur en hópurinn kemur saman flest fimmtudagskvöld og þá yfirleitt í Þjóðlagasetrinu.

 

Heimild: www.ljodasetur.123.is