Ungmennaráð Fjallabyggðar hefur kannað möguleika á kvartmílubraut á flugvellinum á Siglufirði.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjallabyggðar hafði samband við Kvartmíluklúbbinn og fékk upplýsingar um hvað þyrfti til að standsetja slíka braut.
Flugvallarbrautin á Siglufirði virðist vera ákjósanlegur staður fyrir slíka braut.  Fyrirspurn hefur verið send til Isavia um það hvort rekstur flugvallar fyrir sjúkraflutinga og kvartmílubraut fari saman.

Ungmennaráð Fjallabyggðar leggur til að slík braut verði á flugvellinum, svo framarlega sem Isavia gerir ekki athugasemdir.
Ungmennaráð Fjallabyggðar telur að þetta verði til þess að færa hraðakstur af götum bæjarins á öruggan afmarkaðan stað.

                                                                          Flugbrautin á Siglufirði.  Ljósmynd Héðinsfjörður.is