Kvartanir vegna bílastæðaskorts við miðbæ Siglufjarðar

Borist hefur kvörtun vegna bílastæðaskorts við Siglufjarðarapótek á Aðalgötunni á Siglufirði. Dæmi eru um að bílum sé lagt upp á nærliggjandi gangstéttir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur bent á bílastæði við Ráðhústorg í þessu samhengi og að blómaker sem nú eru í bílastæðum verða fjarlægð í haust.

Næg bílastæði eru við Ráðhústorgið á Siglufirði og nærliggjandi götur.