Kvartað yfir umferðarþunga á Hávegi á Siglufirði

Íbúar við Háveg á Siglufirði hafa sent skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar bréf þess efnis er varðar nyrsta hluta Hávegar. Telja þeir götuna of þrönga og mikill umferðarþungi sé á götunni auk þess sem erfitt sé að finna bílastæði yfir sumartímann.

Lagðar hafa verið fram tillögur að lausn vandans meðal annars með nýju bílastæði og nýrri akstursleið. Tæknideild Fjallabyggðar skoðar hefur verið falið að skoða framkvæmdina og kostnað.