KS má hafa 7 varamenn í 2.deildinni í sumar

Breytingar á reglugerðum KSÍ

Leyfilegt að hafa 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í 2. deild karla

Á stjórnarfundi KSÍ, 12. apríl síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ.  Gerðar voru breytingar á reglugerð um knattspyrnuleikvanga og einnig á reglugerð um knattspyrnumót sem gerir það að verkum að leyfilegt er að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í 2. deild karla.  Ennfremur þurfa því að vera varamannaskýli sem rúma 14 manns á leikjum í 2. deild karla.

KS og fleiri félögu gætu því þurft að stækka varamannaskýlið í samræmi við fjölda varamanna og liðstjórnar.

Lesa má nánar um þetta á vef KSÍ hér, undirskrifað af Þóri Hákonarssyni, Siglfirðingi.