Króksmótið hefst í dag

Króksmót FISK Seafood í fótbolta hefur verið haldið í áraraðir á Sauðárkróki en mótið er fyrir stráka í 6. og 7 .flokki.  Mótið fer fram núna um helgina, dagana 11.-12. ágúst.  Allir leikir fara fram á aðalíþróttasvæðinu í hjarta bæjarins.  Gisting er í skólum sem eru við hlið vallarsvæðisins og eins er boðið upp á tjaldsvæði á svokölluðum Nöfum ofan við íþróttasvæðið. Í boði verður systkinamót fyrir 3-5 ára og hoppukastalar verða við Íþróttahúsið. Kvöldvaka verður í kvöld fyrir keppendur. Úrslit leikja má finna hér.

Meðal þeirra liða sem sækja mótið í ár eru KF, Þór, Völsungur, KA, Magni, Hvöt, Neisti, Kormákur, Einherji, Fjarðarbyggð, Vestri, Grindavík, Afturelding, Valur og Grótta.

 

Dagskrá Krókstmóts 2018

 

Laugardagur 11. ágúst

 • 07.00-9.00         Morgunmatur í íþróttahúsinu
 • 9.00              Fyrstu leikir hefjast
 • 9-12              Öll lið mæti í myndatöku við Vallarhús
 • 10-16            Hoppukastalar við íþróttahús
 • 11.30-13.00      Matur fyrir keppendur og liðsstjóra (Fótboltasnúður, skyrdrykkur og ávöxtur). Sótt í íþróttahúsið.
 • 14-16               Systkinamót 3-5 ára, skráning fyrir kl.12.00 í sjoppunni (Kr.2.000).
 • 17.30-19.30      Kvöldverður í íþróttahúsinu
 • 19.30-20.15     Kvöldvaka

 

Sunnudagur 12. ágúst

 • 07.00-09.00      Morgunmatur í íþróttahúsinu
 • 09.00                Fyrstu leikir hefjast
 • 11.00-13.00      Pylsugrill
 • 14.00-15.00      Síðustu leikjum lýkur. Verðlaun afhent eftir síðasta leik hvers liðs.