Króksmótið í fótbolta fer fram helgina 12.-13. ágúst á Sauðárkróki eins og undanfarin ár. Sú breyting er þó í ár að mótið er einungis fyrir 6. og 7. flokk en ekki 5. flokk eins og síðustu ár. Ástæðan fyrir þessu er að fá lið hafa skráð sig undanfarin ár í 5. flokki en mikil fjölgun hefur orðið í 6. og 7. flokki. Núna eru í kringum 130 lið skráð til leiks með um 750 iðkendum. Til samanburðar þá voru 81 lið á Landsbankamótinu í júní.

Króksmótið hefur verið haldið í áraraðir á Sauðárkróki en mótið er fyrir stráka í 6. og 7 .flokki.   Allir leikir fara fram á aðalíþróttasvæðinu í hjarta bæjarins.  Gisting er í skólum sem eru við hlið vallarsvæðisins og eins er boðið upp á tjaldsvæði á svokölluðum Nöfum ofan við íþróttasvæðið.