Kristján Möller í veikindaleyfi eftir skurðaðgerð

Fyrir rétt um ári greindist Kristján L. Möller þingmaður Samfylkinarinnar í Norðausturkjördæmi með góðkynja æxli í skeifugörn. Reynt var að fjarlægja æxlið í speglun en tókst ekki. Því þurfti að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð sem framkvæmd var í liðinni viku. Frá þessu greinir Kristján á facebooksíðu sinni.

Kristján segir að nú taki við bataferli og endurhæfing og af þeim sökum taki hann sér frí frá þingstörfum um stund. Kristján kveðst ætla mæta tvíelfdur til leiks á ný. Logi Már Einarsson mun í fjarveru Kristjáns taka sæti hans á Alþingi.

KLM