Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar spila í Hof 3. des

Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson flytja Vetrarferðina eftir  Franz Schubert á tónleikum í aðalsal Hofs, Hamraborg laugardaginn 3. desember, kl.15.

Schubert samdi Vetrarferðina árið 1827, ári fyrir andlát sitt. Hún er eitt áhrifamesta verk söngbókmenntanna. Kristinn og Víkingur hafa hvor um sig vakið athygli fyrir glæsilegan tónlistarflutning. Þeir fluttu Vetrarferðina í Eldborgarsal Hörpu í júní síðastliðnum við húsfylli og hlutu einróma lof gagnrýnenda og hrifingu tónleikagesta.

Miðinn kostar 4900 kr, og er hægt að kaupa hann hér.