Kristalhreint ehf. er verktaki sem hefur séð um ræstingar í Leikhólum í Ólafsfirði, Leikskóla Fjallabyggðar. Verktakinn hefur sagt upp samningi frá og með 1. febrúar síðastliðnum.
Fjallabyggð kannar nú möguleika á tímabundinni framlengingu við núverandi samningsaðila eða efna til verðkönnunar á ræstingu í Leikhólum þar sem til stendur að skoða fýsileika stærra útboðs á vegum stofnana sveitarfélagsins.