Krapasnjór á Siglufjarðarvegi

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Norðurlandi vestra sé óveður og hálkublettir eru milli Blönduós og Skagastrandar. Snjóþekja og skafrenningur er á Þverárfjalli og hálka á Vatnsskarði. Krapasnjór er á Siglufjarðarvegi.

Þá segir að á Norðurlandi eystra sé hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði, hálka á Víkurskarði en meiri snjóþekja og él er austar dregur. Beðið er með mokstur á Hófaskarði vegna veðurs.