Krakkastrandblaksmót á Siglufirði

Fimmtudaginn 28.júlí fer fram krakkastrandblaksmót á strandblaksvellinum á Siglufirði. Við byrjum mótið kl 15:00 og munu krakkarnir spila strandblak eitthvað fram eftir degi. Allir keppendur fá verðlaunapening og glaðning fyrir þátttökuna en þátttökugjaldið er 2.000.- pr keppanda.
Tveir, tvær eða tvö eru saman í liði og skáning og nánari upplýsingar eru hjá Önnu Maríu (699-8817).

Krakkablaksmót