Hefð hefur verið fyrir því að krakkarnir í Félagsmiðstöðinni Neón á Ólafsfirði safni áheitum og gangi í hús, en ár hvert fara þau á Söngkeppnina Samfés sem haldin er í Reykjavík. Um helgina var svo sólahringsmaraþon hjá krökkunum og var spilað borðtennis og pool í félagsmiðstöðinni. Krakkarnir skiptust á að spila alla nóttina.  Bæjarbúar taka að vanda vel undir og leggja krökkunum til aur fyrir ferðinni á Samfés.

Sjá myndir frá Gísla á 625.is hér.