Krakkar úr Fjallabyggð stóðu sig vel á bikarmóti SKÍ

Um helgina fóru 6 keppendur á fyrsta bikarmót SKÍ sem haldið var á Ísafirði. Keppendurnir voru, Eggert Axelsson, Sigurbjörn Albert Sigursteinsson, Þorgeir Örn Sigurbjörnsson og Erla Marý Sigurpálsdóttir sem kepptu í 13-14 ára flokki. Hugrún Pála Birnisdóttir keppti í 15-16 ára flokki og Kristján Hauksson keppti í karlaflokki.

Árangurinn lét ekki á sér standa og hlaut hópurinn 3 gull, 3 silfur og 2 brons yfir helgina.  Sigurveigari helgarinn var þó án efa, Hugrún Pála sem varð í 2. sæti í sprettgöngu og sigraði svo bæði á laugardag og sunnudag.