Hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland verður í Boganum á Akureyri miðvikudaginn 4. mars og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd á árunum 2001 og 2002. Nokkrir krakkar úr Fjallabyggð sem spila fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hafa verið valin og eru þetta þau: Rut Jónsdóttir, Sunneva Gunnlaugsdóttir, Árni Haukur Þorgeirsson, Hrannar Snær Magnússon og Gísli Marteinn Baldvinsson. Nánar má lesa á vef ksí.is
Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að:
- Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
- Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
- Koma á móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
- Koma á móts leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.
- Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
- Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu