Krakkablaksnámskeið í Fjallabyggð

Skráning er hafin á krakkanámskeið í strandblaki sem fram fer í Fjallabyggð. Námskeiðið er fyrir krakka fædda á árunum 2002-2007 (8-13 ára). Námskeiðsgjald er aðeins 5.000 kr. Kennsla verður dagana:
Fimmtudaginn 16.júlí, þriðjudaginn 21.júlí, fimmtudaginn 23.júlí og mánudaginn 27.júlí. Alls 4 æfingar í 75 mínútur í senn (fyrri hópur kl. 16:00-17:15 og seinni hópur kl. 17:15-18:30). Þriðjudaginn 28.júlí fer svo fram Krakkablaksmót í Strandblaki og er keppnisgjaldið 1.000 krónur.

Skráning á námskeiðið er hjá Önnu Maríu (699-8817 og oskar@mtr.is).
Hvetjum byrjendur sem lengra komna til að skrá sig.

Krakkar í strandblaki

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Innsent efni.