Krakkablak kennt á Siglufirði eftir nokkra pásu

Krakkablak á vegum Ungmennafélagsins Glóa á Siglufirði er byrjað aftur á Siglufirði eftir smá hlé. Blakþjálfarinn Anna María Björnsdóttir stýrir æfingum en æft er í Íþróttahúsinu á Siglufirði og Íþróttasalnum við Norðurgötu. Nokkur áhugi er fyrir blakinu og æfa um 40 krakkar núna einu sinni í viku.  Skipt er í tvo aldurshópa, 1.-4. bekkur æfir saman og svo 5.-10. bekkur.