Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar stofnað

Búið er að stofna nýtt íþróttafélag í Fjallabyggð, en það er Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar. Stofnfundur var haldinn 22. maí síðastliðinn og hefur félagið í framhaldinu fengið inngöngu í Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) og öðlast keppnisrétt.

Ungt kraftlyftingafólk frá Ólafsfirði hefur náð frábærum árangri að undanförnu, en Kara Gautadóttir náði þremur verðlaunum á Evrópumeistaramóti ungmenna og keppti fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar þar sem ekkert félag var starfandi í Fjallabyggð.

Ágætis aðstaða er í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði fyrir lyftingarfólk.

Stjórn félagsins er:
Rúnar Friðriksson formaður
Aðalbjörg Snorradóttir gjaldkeri
Magnea Guðbjörnsdóttir ritari
Tómas Atli Einarsson varamaður
Kjartan Helgason varamaður