Kraftfag malbikar í Fjallabyggð

Fyrirtækið Kraftfag bauð lægst í verðkönnun Fjallabyggðar í  malbiksyfirlagnir í sveitarfélaginu. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn verðtilboðum en ákveðið hefur verið að taka tilboðum Kraftfags ehf, en fyrirtækið er frá Akureyri.

Fyrirtækin sem skiluðu inn tilboðum voru: Colas, KM malbikun og Kraftfag.

Verðtilboð:
Colas
Nýlögn 5 cm Y11, 4900 kr/m2
Yfirlögn 4 cm Y11, 4000 kr/m2

KM Malbikun
Nýlögn 5 cm Y11, 4250 kr/m2
Yfirlögn 4 cm Y11, 3650 kr/m2

Kraftfag
Nýlögn 5 cm Y11, 3970 kr/m2
Yfirlögn Ólafsfirði 4 cm Y11, 3520 kr/m2
Yfirlögn Siglufirði 4 cm Y11, 3620 kr/m2

IMG_6485Ljósmynd:Ragnar Magnússon / Héðinsfjörður.is