Kraftfag lægstbjóðandi í malbikun í Fjallabyggð

Fjallabyggð gerði verðkönnun fyrir malbikun í sveitarfélaginu fyrir árið 2018. Þrjú tilboð bárust í verkið og var kostnaðaráætlun 41.525.000 kr. Tvö tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun, en lægstbjóðandi var fyrirtækið Kraftfag ehf. sem er með höfuðstöðvar á Akureyri.  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Kraftfag ehf.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Hlaðbær-Colas – 51.084.000 kr.
Kraftfag ehf. – 37.382.500 kr.
Malbikun KM – 40.288.000 kr.