Kostnaður Fjallabyggðar vegna vatnsflóða gæti orðið 26 milljónir

Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Gunnar Ingi Birgisson hefur upplýst um kostnað við endurbætur og hreinsun á Siglufirði vegna vatnsflóðanna.

Kostnaður sem eftir á að útkljá sem gæti fallið á Fjallabyggð er vegna hreinsunar á götum og lóðum, tjón við Hólaveg og Fossveg og settjarnir nyrst og syðst við snjóflóðavarnagarða í Siglufirði, þessi kostnaður er um 26 milljónir auk virðisaukaskatts. Hins vegar er um viðurkenndan kostnað af Viðlagatryggingum Íslands, um 10 milljónir auk virðisaukaskatts.

Alls voru tilkynnt um tjón á 31 eign á Siglufirði til Viðlagatryggingar, ein tilkynning barst um tjón frá Ólafsfirði.

Slökkvilið Fjallabyggðar
Slökkvilið Fjallabyggðar: Mynd: Björn Valdimarsson.