Við Alþingiskosningar, sem fram fara í dag, 29. október 2016, er skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:

  • Í kjördeild I í Ráðhúsi Siglufjarðar, 2. hæð kjósa íbúar Siglufjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00
  • Í kjördeild II að Ægisgötu 13 í Ólafsfirði (húsi Menntaskólans á Tröllaskaga) kjósa íbúar Ólafsfjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.

Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að hann hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.  Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum sé þess óskað.

Sé kjósandi ekki fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt má hann velja sér fulltrúa til aðstoðar, enda geti kjósandi sjálfur með skýrum hætti tjáð vilja sinn óþvingað þar um við kjörstjórn, ella þarf vottorð réttindagæslumanns.