Kosning í bæjarráð Fjallabyggðar fór fram á fundi Bæjarstjórnar í hádeginu í dag í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar fékk samþykkta tillögu um að aðalmenn í bæjarráði Fjallabyggðar yrðu:
Guðjón M. Ólafsson formaður, A-lista, S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D-lista og Helgi Jóhannsson, H-lista.
Til vara : Sæbjörg Ágústsdóttir A-lista, Tómas Atli Einarsson, D-lista og Þorgeir Bjarnason, H-lista.