Kosið um fræðslustefnu Fjallabyggðar eftir tvær vikur

Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fer fram laugardaginn 14. apríl 2018.  Íbúakosningin verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á Fræðslustefnu og kennslufyrirkomulagi frá 2017 og Fræðslustefnu frá 2009 og kennslufyrirkomulagi frá 2012. Ef nýja fyrirkomulaginu verður hafnað þá verður það líklega stærsta mál nýs meirihluta í Fjallabyggð eftir kosningar.

Spurt verður:
Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Valkostir:

  • Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.
  • Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný.