Kosið um fræðslustefnu Fjallabyggðar 14. apríl

Laugardaginn 14. apríl næstkomandi fer fram staðarkosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar.  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer í Bókasöfnum Fjallabyggðar, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Hægt verður að kjósa utankjörfundar á afgreiðslutíma bókasafnanna.  Einnig verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla laugardaginn 31. mars næstkomandi á 2. hæð Ráðhúss Fjallabyggðar og Ólafsvegi 4, Ólafsfirði kl. 13-16.

Frá og með 3. apríl verður hægt að kjósa utan kjörfundar í bókasöfnunum á eftirfarandi tíma, Bókasafnið Siglufirði virka daga frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 17:00.
Bókasafnið Ólafsfirði virka daga frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 17:00.