Konukvöld á Café Bjarmanesi á Skagaströnd

Konukvöld verður haldið laugardaginn 27. ágúst Kl.20:30 í Café Bjarmanes á Skagaströnd.

Þema kvöldsins er rautt. Gaman væri að mæta í rauðri flík eða með rauðan hatt eða rautt hárskraut, skart eða mæta í rauðu dansskónum sínum.

Dagskrá:

Sigríður Klingerberg mætir á svæðið og er með alveg nýtt prógram.
Tískúsýning frá Litlu Skvísubúðinni, og skvísur frá Skagaströnd sýna.
Andrea Kasper verður með zúmbakynningu.
Guðlaugur Ómar mætir á svæðið og heldur uppi fjörinu með söng og gítarleik.

Miðaverð er 1500. Kr.

p.s. Strákar þið megið koma kl. 23:30.