Köld nótt í Fjallabyggð

Veður hefur kólnað talsvert undanfarna daga á Norðurlandi og var t.d. snjókoma á Siglufirði í gær í skamman tíma. Hitinn í nótt fór niður í 0,9° kl.04 á Siglufirði og hefur eflaust verið kalt hjá þeim sem eru á tjaldferðalagi þessa dagana. Hitinn kl. 7 var kominn í 3,7° og hækkar vonandi meira í dag en spáð er 5 stiga hita.

Það var einnig kalt í Ólafsfirði í nótt en hitinn þar fór niður í 1,1° kl. 05 í nótt en var kominn í 3° kl. 07. Aðeins hlýrra var á Akureyri í nótt en hitinn þar var um 3° í alla nótt.

Það spáir 5 stiga hita á þjóðhátíðardaginn, 17. júní í Fjallabyggð.

Myndir með fréttinni koma frá Guðmundi Inga Bjarnasyni, og eru birtar með góðfúslegu leyfi hans.

Spáin næstu daga í Fjallabyggð:

Veðurspá næstu daga fyrir Siglufjörð
Veðurspá næstu daga fyrir Ólafsfjörð

Það gránaði aðeins í fjöllin á Siglufirði í gær þegar snjór og slydda voru á ferðinni.

May be an image of road, fjall og náttúra
Tjaldsvæðið á Siglufirði. Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason.