Köld nótt á Siglufirði

Tjaldbúar á Siglufirði og í Ólafsfirði hafa líklega fundið aðeins fyrir kuldanum í nótt, hitinn fór niður fyrir 2° í nótt, en hiti mældist á miðnætti 1,8°.  Aftur fór að hlýna þegar leið á nóttina og í morgun var hitinn kl. 08:00 orðinn 10,2°.  Aðeins hlýrra var í Ólafsfirði, en hitinn þar var lægstur 3° kl. 03:00 í nótt, en hitinn var svo kominn í 9,3° kl. 08:00 í morgun.