Það kólnaði snarlega í gærkvöldi eftir kl. 23 á Siglufirði en þá fór hitinn að lækka og var orðinn 3,7°. Lægstur var hitinn í nótt 2,4° kl. 02:00 en fór hlýnandi eftir það og var orðin 6.4° kl. 9 í morgun. Vonandi engum mjög kalt sem var í tjaldi í nótt.
Hlýrra var í Ólafsfirði í nótt en þar fór hitinn lægst í 4.8° kl. 05:00 en var orðinn 7.2 ° núna kl. 9:00.
Enn hlýrra var inn á Akureyri í nótt en þar fór hitinn lægst í 8.5° gráður kl. 04:00 í nótt.