Köld nótt á Siglufirði

Það eru ennþá nokkrir ferðamenn á ferðinni í Fjallabyggð og húsbílar og einstaka tjald var uppsett í gærkvöldi á tjaldsvæðinu við miðbæ Siglufjarðar. Veður kólnaði talsvert í nótt og var kaldast um 4° á Siglufirði kl. 02:00 í nótt. Í Ólafsfirði var ögn hlýrra en kaldast var 4.5° kl.02:00 í nótt.

Umferð er tekin að minnka í gegnum Ólafsfjarðarmúla, en á föstudag fóru 852 bílar í gegn og á laugardag 819 bílar.

Þrátt fyrir úrkomu og kulda í dag þá er spáin næstu daga í Fjallabyggð góð miðað við árstíma.

Guðmundur Ingi Bjarnason tjaldvörður tók meðfylgjandi myndir með fréttinni.