Köld nótt á Siglufirði

Síðustu nætur hefur verið ansi kalt á Siglufirði, en hitinn var 0° gráður á sunnudagsmorgun kl. 6:00 og fór hitinn lægst í 0,9 ° síðastliðna nótt kl. 05:00 á Siglufirði samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í Ólafsfirði fór hitinn lægst í 3,1° gráðu kl.  04:00 síðastliðna nótt, en nóttin á undan var enn kaldari, eða kl. 05:00 á sunnudagsmorgun mældist hitinn aðeins 1° gráða samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Tjaldbúum fer fækkandi á þessum árstíma, en enn eru húsbílar á ferli á tjaldsvæðum Fjallabyggðar.