Kökubasar Leikskála á Siglufirði

Hinn árlegi kökubasar Leikskála á Siglufirði verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 8:30 í Kiwanishúsinu.

Tilvalið að kaupa sér gómsætar tertur og brauð með kaffinu fyrir heimilið eða kaffistofur.

Foreldrafélag Leikskála stendur fyrir basarnum og er allur ágóði nýttur í þágu leikskólabarna á Siglufirði.