Köfun og brimbretti kennd í MTR

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Fjallabyggð sem taka útivistaráfanga við skólann læra nú köfun og fara á brimbretti undir leiðsögn kennara. Þetta er líklega eini framhaldsskólinn á landinu með slíka kennslu. Kafað var í sundlauginni í Ólafsfirði og farið var á brimbretti í Ólafsfirði.

Í köfun var bókleg kynning og farið yfir þær hættur sem fylgja köfun. Á brimbretti var farið langt út fjörðinn, flatmagandi á brettum.

Leiðbeinandi um köfun er Gestur Hansson en Óliver Hilmarsson kennir á brimbretti.

Nánar má lesa á MTR.is

t_img_5092

 

Mynd: mtr.is