Knattspyrnuskóli verður í Boganum á Akureyri dagana 26.-28. mars fyrir krakka í sjötta-þriðja flokk í knattspyrnu. Heiðar Torleifsson og Brad Douglass ásamt fleiri þjálfurum munu sjá um æfingar. Þjálfunin fer fram samkvæmt Coerver Coaching. Skráning á coerver.is og info@coerver.is
Dagskrá:
- 5.-6. flokkur drengja og stúlkna æfir frá kl.09.00-12.00 alla dagana. Mæting kl.08.30
- 3.-4. flokkur drengja og stúlkna æfir frá kl.13.00-16.00 alla dagana. Mæting kl.12.30
Allir þátttakendur fá að gjöf Coerver Coaching keppnistreyju frá Adidas.
Þjálfarar á námskeiðinu verða Brad Douglass fræðslustjóri Coerver Coaching og Heiðar Torleifsson stjórnandi og yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi. Þeim til aðstoðar verða þrautreyndir barna og unglingaþjálfarar sem fengið hafa kennslu og öðlast reynslu í hugmyndafræði Coerver Coaching.
Brad Douglass er fræðslustjóri Coerver Coaching sem starfar í 30 löndum víðsvegar um heim. Brad hefur á ferli sínum með Coerver Coaching unnið með mörgum af stærstu og frægustu knattspyrnuliðum veraldar s.s. Bayern Munhcen og AC Milan.
Heiðar Torleifsson er KSÍ A þjálfari og einn reynslumesti barna og unglingaþjálfari landsins. Á tæplega tveggja áratuga ferli hefur Heiðar verið yfirþjálfari yngri flokka m.a. hjá K.R. og Þrótti Rvk.