KRingurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur sótt um sex fjölbýlishúsalóðir á gamla malarvellinum á Siglufirði, en það er fyrirtækið Verkstjórn ehf, sem hefur fengið samþykkt frá Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fyrir lóðunum.
Verkstjórn ehf var stofnað 2016 og vinnur að byggingum íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og er með höfuðstöðvar í Reykjavík.
Bæjarráð á eftir að samþykkja lóðaúthlutanir fyrir hönd Fjallabyggðar, og eftir það tekur við langt ferli þar til byggingarleyfi verður gefið og einhver jarðvinna í grunnum hefst.
Þetta er einn mest spennandi byggingareitur á Siglufirði síðari ára og margir beðið eftir því að þetta verkefni komist á lokastig, enda hefur verið vöntun á nýjum íbúðum á Siglufirði og eftirspurn talsverð.