Knattspyrnufólk Fjallabyggðar 2013

Í kjöri Íþróttamanns Fjallabyggðar þann 28. desember var einnig valið besta og efnilegasta  knattspyrnufólk Fjallabyggðar.

Knattspyrnumaður Fjallabyggðar 2013 var valinn Eiríkur Ingi Magnússon en Eiríkur stóð sig gríðarlega vel með KF í 1. deildinni  síðastliðið sumar.  Efnilegasta knattspyrnufólkið í Fjallabyggð urðu þau Örn Elí Gunnlaugsson og Helga Dís Magnúsdóttir.