Meistaraflokkur karla hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar eru taplausir í deildarkeppni á Ólafsfjarðarvelli í tvö ár. Síðasti tapleikur KF á heimavelli var 25. júní 2011, þegar liðið tapaði fyrir Reyni Sandgerði 1-2. Lið hefur síðan þá spilað 21 leik. KF hefur unnið sextán þeirra leikja en fimm endað með jafntefli. Markatalan í leikjunum er 66 – 20. Glæsilegur árangur hjá liðinu og heimavöllurinn gríðarlega sterkur. Í síðustu 21 leik hefur liðið skorað að meðaltali 3.14 mörk í leik og fengið á sig tæplega 1 mark í leik.

Ólafsfjarðarvöllur

Heimild: www.kfbolti.is